Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Ættleiðingardagur 4. febrúar

2 febrúar 2012 14:26

Jæja, þá er komið að því kæru dýravinir og velunnarar! Fyrsti ættleiðingardagur ársins 2012 á laugardaginn 4. febrúar!! Eins og áður verðum við með einstök dýr í heimilisleit í Dýraríkinu Holtagörðum. Ættleiðingardagurinn stendur frá 13-17 og mælum við með að allir í gæludýraleit kíki við...

Ættleiðingardagur 3.desember

30 nóvember 2011 20:34

Á laugardaginn 3. desember verður Dýrahjálp með síðasta ættleiðingardag ársins 2011. Þar verða nokkrar kisur og kanína í heimilisleit og öllum er velkomið að koma og kíkja á molana okkar. Að venju verðum við í Dýraríkinu í Holtagörðum frá 13-17. Bestu kveðjur Dýrahjálp Íslands

Ættleiðingardagur laugardaginn 1. október

28 september 2011 22:13

Nú er komið að ættleiðingardegi októbermánaðar. Þann 1. október í Dýraríkinu Holtagörðum frá 13-17 verðum við með nokkur af okkar fallegu dýrum til ættleiðingar. Við mælum eindregið með að þið kíkið með fjölskylduna á þessa krúttlegu loðbolta, þó ekki nema bara til að dást að...

Reykjavíkurmaraþon - hlaupið fyrir dýrin

21 ágúst 2011 14:41

Í gær 20.ágúst fór fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Það voru 12.481 manns skráðir í hlaupið sem er mesti fjöldi sem hefur verið skráður í Reykjavíkurmaraþoni. í tengslum við hlaupið var hægt að heita á hlauparana og þeir velja góðgerðarfélög sem fá afrakstur áheitanna. Dýrahjálp var meðal...

Ættleiðingardagur laugardaginn 6.ágúst

3 ágúst 2011 15:20

Næsti laugardagur verður bráðskemmtilegur fyrir dýravini. Dýrahjálp er með sinn mánaðarlega ættleiðingardag 6. ágúst í Dýraríkinu. Við tökum það sérstaklega fram að Dýraríkið er flutt og er nú í Holtagörðum. Á laugardaginn verður opnunardagur verslunarinnar þar og verður mikið um að vera. Dýrahjálp mun vera...

Miðlægur gagnagrunnur örmerkja

20 júlí 2011 20:49

Sælir kæru dýravinir. Við viljum vekja athygli ykkar dýravina á nýja heimasíðu http://www.dyraaudkenni.is/. Um er að ræða fyrsta miðlæga gagnagrunn fyrir örmerkinga dýra. Endilega kíkið á síðuna og leitið eftir örmerkingu dýrsins ykkar til að kanna hvort að dýrið sé rétt skráð. Völustallur ehf. er...

Ættleiðingardagur Dýrahjálpar Íslands 2. júlí

27 júní 2011 14:22

Nú heldur Dýrahjálp ættleiðingardag júlímánaðar 2. júlí í Dýraríkinu Miðhrauni. Að venju getur fólk komið næstkomandi laugardag milli 13-17 og skoðað falleg og skemmtileg dýr sem eru í fóstri á fósturheimilum Dýrahjálpar. Ef fólk er í gæludýrahugleiðingum þá er kjörið að koma við og kíkja...

Neyðarkall frá Dýrahjálp!!!

3 júní 2011 17:47

Elsku bestu dýravinir, Það er algert neyðarástand í dýraheiminum í dag. Það eru hvorki meira né minna en 7 kisur sem vantar fósturheimili, strax á morgun. Margar þeirra verða á ættleiðingadögum á morgun og ef þær fá ekki framtíðarheimili þar þá þurfa þær fósturheimili. Það...

Ættleiðingardagur Dýrahjálpar 4. júní

3 júní 2011 14:10

Ættleiðingardagur Dýrahjálpar Íslands! Nú er komið að ættleiðingardegi júnímánaðar hjá Dýrahjálp Íslands. Við verðum eins og áður í Dýraríkinu Miðhrauni á morgun laugardaginn 4. Júní frá 13-17. Að þessu sinni koma yndislegir kettir og einn hundur sem eru í heimilisleit. Algjörlega þess virði að koma...

Ættleiðingardagur Dýrahjálpar 7.maí

3 maí 2011 20:01

Sælir kæru dýravinir og velunnarar. Nú fer að líða að ættleiðingardegi Maímánaðar. Laugardaginn 7. Maí kl 13-17 verður Dýrahjálp Íslands, eins og áður, með fallega ferfætlinga í Dýraríkinu Miðhrauni í Garðabæ. Þar gefst fólki færi á að komast í beint samband við dýrin og virða...

< 1 2 3 4 5 6 ... 9 10 11 >