Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Ættleiðingardagur á morgun 5. mars

04 Mar 2011

Nú er enn og aftur komið að okkar mánaðarlegu ættleiðingardögum! Á morgun laugardaginn 5. mars verðum við, að vanda, í Dýraríkinu Miðhrauni frá 13:00-17:00 með 5 fallegar og góðar kisur sem bráðvantar heimili! Þetta eru allt yndislegir og húsvandir félagar sem eru í leit að góðum fjölskyldum :)
Þess ber að geta að á heimasíðunni okkar www.dyrahjalp.is eru hins vegar fjöldi fallegra og einstakra dýra sem eru einnig í leit að heimilum.

Endilega kíkið við á morgun, hlökkum til að sjá ykkur.

Bestu kveðjur,
Dýrahjálpar Íslands