Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Skrá dýr í heimilisleit

Ef þú ert með gæludýr sem vantar nýtt heimili, lestu þá textann sem hér er að neðan og í framhaldinu fyllir þú út form með því að smella á hlekkinn neðst „Áfram á skráningarformið“. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin. Við munum auglýsa það á heimasíðunni okkar og reyna okkar besta til að hjálpa ykkur að finna nýtt heimili fyrir dýrið.

ATH! Við auglýsum bara dýr sem eru gefins!

Ferlið er sem hér segir:

1. Þú skráir inn formið á heimasíðunni. Hafðu í huga að því betri upplýsingar sem þú skráir inn, því auðveldara er að finna hentugt og gott framtíðarheimili. Það gerir gæfumuninn að finna nýtt heimli fyrir dýr ef það fylgja góðar myndir af dýrinu, þú hefur möguleika á því að senda myndir í síðasta hluta skráningarformsins.

2. Þú staðfestir skráninguna. Það gerir þú með því að smella á hlekk sem þú færð sendan í tölvupósti.

3. Auglýsing verður svo sett á heimasíðuna eins fljótt og hægt er. Við tökum fram að öll okkar vinna er unnin í sjálfboðastarfi svo örvæntið ekki ef þið sjáið ekki auglýisnguna strax, hún mun birtast eins fljótt og hægt er.

4. Umsóknarform vegna gæludýra. Mögulegir framtíðareigendur þurfa að fylla út nokkuð ítarlegan spurningalista sem er sendur til þín svo þú hafir allar helstu upplýsingar um þá sem munu hafa samband við þig.

5. Þegar gæludýrið er komið með framtíðarheimili. Flest dýr sem eru auglýst hjá okkur finna ný heimili þó það geti tekið smá tíma. Vinsamlegast sýnið því þolinmæði. Við verðum í sambandi um leið og einhver hefur áhuga! Þar sem við auglýsum fyrir þig án þóknunar gerum við kröfu um að þú látir okkur vita þegar dýrið/in eignast nýtt heimili.

Önnur þjónusta Dýrahjálpar – Fósturheimili

Ef gæludýr geta ekki lengur verið á núverandi heimili býður Dýrahjálp upp á það að taka dýrið í sína vörslu gegn gjaldi þar til framtíðarheimili finnst. Þar sem við erum ekki með húsnæði fyrir fósturheimili Dýrahjálpar treystum við á fósturheimili til að taka við þeim dýrum sem bráðvantar heimili. Ef það er gæludýr sem bráðvantar heimili, sendum við póst á öll fósturheimilin okkar til að athuga hvort þau hafi tækifæri til að taka dýrið. Vegna þessa getum við ekki tryggt fósturheimili handa öllum þeim sem þess þarfnast. ATH! Við tökum ekki við dýrum frá ræktendum og að öllu jöfnu ekki nýfæddum dýrum nema eigendur fullvissi okkur um að slysagot hafi verið að ræða og foreldrarnir verði teknir úr sambandi til að tryggja að slíkt slys komi ekki fyrir aftur. Þetta er gert þar sem staðan á Íslandi virðist vera slík að nokkuð offramboð sé af dýrum hér og því sé mikill fjöldi svæfður í hverri viku að óþörfu.

Skráningarform