Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Neyðarkall frá Dýrahjálp!!!

03 Jún 2011

Elsku bestu dýravinir,

Það er algert neyðarástand í dýraheiminum í dag. Það eru hvorki meira né minna en 7 kisur sem vantar fósturheimili, strax á morgun. Margar þeirra verða á ættleiðingadögum á morgun og ef þær fá ekki framtíðarheimili þar þá þurfa þær fósturheimili.
Það er vont að vita af svo mörgum heimilislausum kisum og því biðjum við ykkur góða fólk að athuga hvort það er ekki möguleiki að taka eins og eina kisu í fóstur, hjálpa okkur við að bjarga þessum yndislegu dýrum. Kannski er einhver í kringum ykkur sem væri tilbúinn að taka kisu í fóstur?

Á hverjum degi fáum við fyrirspurnir frá fólki um hvort við getum tekið dýrin þeirra í fóstur, stundum margar á dag, við vildum óska þess að við gætum sagt þeim öllum að við gætum komið dýrunum þeirra á fósturheimili sama dag en því miður verðum við að snúa fólki frá vegna þess hve mörg dýr eru ekki að fá fósturheimili hjá okkur. Það er fátt sem okkur finnst erfiðara en að þurfa að segja við fólk að við séum bara ekki með nógu mikið af fólki sem er tilbúið að opna heimili sín og hjörtu fyrir þessum yndislegu dýrum.

Sendið okkur póst á fosturheimili@dyrahjalp.is ef þið getið tekið kisu í tímabundið fóstur, eða bendið öðrum á að senda á okkur ef þeir geta.

Síðast en ekki síst, deilið þessu!

Ástarþakkir,
Dýrahjálp Íslands