Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Ættleiðingardag Dýrahjálpar Íslands 3. júlí

26 Jún 2010

Nú er komið að okkar mánaðarlega viðburði í Dýraríkinu Garðabæ þar sem við mætum á svæðið með þau dýr sem eru í fóstri hjá okkur og reynum að finna þeim ný heimili. Þetta eru allt dýr í mikilli neyð og ef það á á annað borð að bæta nýjum gleiðgjafa inn á heimilið hvað er þá göfugra en að gera slíkt og bjarga lífi á sama tíma :) Endilega látið þetta berast til vina og vandamanna og reynum í samvinnu að veita þessum litlu yndislegu hnoðrum annað tækifæri í lífinu.

Staður: Dýraríkið, Garðabæ
Dag: 03.07.2010
Klukkan: 13:00-17:00