Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Ættleiðingardagur laugardaginn 6.ágúst

03 Ágú 2011

Næsti laugardagur verður bráðskemmtilegur fyrir dýravini.
Dýrahjálp er með sinn mánaðarlega ættleiðingardag 6. ágúst í Dýraríkinu. Við tökum það sérstaklega fram að Dýraríkið er flutt og er nú í Holtagörðum. Á laugardaginn verður opnunardagur verslunarinnar þar og verður mikið um að vera.
Dýrahjálp mun vera með dýr á staðnum milli klukkan 13-17 sem eru í leit að nýju heimili. Ef fólk er í gæludýrahugleiðingum þá er kjörið að koma við og kíkja á fallegu dýrin okkar sem eru í heimilisleit. Sjáumst :)