Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Vilt þú taka þátt í spennandi starfi Dýrahjálpar?

09 Feb 2012

Dýrahjálp Íslands leitar þessa dagana að framtakssömum dýravinum sem geta tekið að sér sjálfboðaverkefni (allt starf Dýrahjálpar er unnið í sjálfboðastarfi). Ef þú hefur tíma aflögu og vilt sinna gríðarlega gefandi og krefjandi sjálfboðaliðastarfi þá endilega sendið upplýsingar um ykkur á dyrahjalp@dyrahjalp.is. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Um er að ræða þrenns konar verkefni.

1. Fjáröflun
Aðalmarkmið Dýrahjálpar er að stofna dýraathvarf og finna dýrum ný heimili. Til þess að ná markmiðum okkar þurfum við að fá aðila í lið með okkur sem sér alfarið um fjáröflun fyrir starfsemina. Það er griðarlegur kostnaður sem fylgir því að stofna og reka dýraathvarf og við þurfum því að tryggja fjárhagslegar stoðir félagsins. Við erum með margar hugmyndir en vantar framktakssama aðila sem geta hrint þeim í framkvæmd.

Verkefnin snúa meðal annars að eftirfarandi:

• Markaðssetningu vefverslunar og umsjón með henni
• Skipulagning fjáröflunaratburða
• Vera í sambandi við hugsanlega styrktaraðila
• Skrifa styrkjaumsóknir

Reynsla og kröfur

• Skipulagshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum
• Ekki feimin/n og ekki hrædd/ur við að sækja fjáröflun fyrir Dýrahjálp
• Góð þekking á Excel, góð íslenskukunnátta og almennt góð þekking á tölvum
• Verður að vinna vel í hópi og geta unnið sjálfstætt til að ljúka verkefnum

2. Fósturdýrahópurinn
Starfsemi Dýrahjálpar snýr að því að finna heimili fyrir dýr sem vantar heimili. Vanalega eru dýrin hjá eigandanum þar til heimili finnst í gegnum heimasíðuna okkar. Í neyðartilfellum, ef heimili finnst ekki fyrir þann tíma sem eiganda gefst til að finna hemili þá bjóðum við upp á það að taka dýrið á eitt af fósturheimilum okkar. Dýrahjálp tekur frá þeim tíma alla ábyrgð á dýrinu, við sjáum til þess að dýrið fari í heilsufarsskoðun og ófrjósemisaðgerð og bíðum eftir því að hentugt heimili býðst til frambúðar.
Dýrahjálp vantar nokkar aðila til að aðstoða fósturdýrin og fósturheimilin okkar. Hver aðili mun bera ábyrgð á nokkrum dýrum og fylgir þeim frá því þau koma til okkar þar til að dýrið er komið á framtíðarheimili sitt.

Tíminn sem fer í að sé um fósturdýrin er mjög misjafn eftir misserum og fer eftir því hvað við erum með mörg fósturdýr.

Verkefnin snúa meðal annars að eftirfarandi:

• Sækja fósturdýr frá eigandanum (á höfuðborgarsvæðinu) og koma því til fósturheimilisins
• Sjá til þess að samningar séu undirritaðir, flokkaðir og frágengnir skv. reglum Dýrahjálpar
• Tryggja að fósturheimilið sé með allt sem þarf til að sjá um dýrið
• Sjá til þess að fósturdýrið komist í læknisskoðun, geldingu, örmerkingu og bólusetningu (allur dýralæknakostnaður er greiddur af Dýrahjálp)
• Sjá til þess að fósturdýrið komist á ættleiðingardag Dýrahjálpar sem að jafnaði er haldinn einu sinni í mánuði
• Bera ábyrgð á að allar upplýsingar um fósturdýrið séu settar inn í tölvukerfi Dýrahjálpar og að dýrið sé auglýst á heimasíðunni
• Taka viðtal við umsækjendur um fósturdýrið og ganga frá samningum og öðru þegar fósturdýrið er komið með nýtt heimili

Reynsla og kröfur

• Góð reynsla og mikill áhugi á dýrum
• Skipulagshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð þekkingu á Excel, góð íslenskukunnátta og almennt góð þekking á tölvum
• Ökuskírteini og aðgangur á bíl
• Vera í góðu líkamlega góðu formi til að geta lyft stærri dýrum og komið þeim á milli staða

3. Dýrahjálparskólinn
Dýrahjálparskólinn er nýtt verkefni sem við höfum verið að vinna í undanfarið og markmiðið er að vera með einn skóladag í hverju mánuði frá og með næsta hausti. Dýrahjálparskólinn mun bjóða upp á áhugaverða fyrirlestra fyrir gæludýraeigendur og sérstök námskeið fyrir fósturheimilin og sjálfboðaliða okkar. Nú vantar Dýrahjálp aðila sem geta séð um að skipuleggja og sjá um Dýrahjálparskólann með hjálp frá okkur hinum í Dýrahjálp til að byrja með.

Verkefnin snúa meðal annars að eftirfarandi:

• Skipulegja dagsskrá skólans, vera í sambandi við fyrirlesara og bóka sal
• Búa til skólaefni og bæklinga
• Senda út boð og fréttatilkynningar
• Vera í sambandi við styrktaraðila vegna skólans
• Undirbúa skóladaginn, þ.e. ganga frá öllum praktiskum atriðum og vera á staðnum

Reynsla og kröfur

• Góð reynsla og mikill áhugi á dýrum
• Skipulagshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð þekking á Excel, góð íslenskukunnátta og almennt góð þekking á tölvum
• Verður að vinna vel í hópi og geta unnið sjálfstætt til að ljúka verkefnum