Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Feludýr óskast fyrir leitarhunda

06 Feb 2010

Leitarhundar Slysavarnafélags Íslands vantar aðstoð frá þér :)

Leitarhundar leita að fólki sem er tilbúið að koma og aðstoða við þjálfun hundanna. Aðstoðin felst í því að fela sig fyrir hundunum á æfingum eftir beiðnum leiðbeinenda.

Allir sem aðstoðað geta eru vel þegnir og velkomnir. Skráning á boðunarlistann fyrir feluldýr sem vilja koma á æfinguer í gegnum tölvupóstfangið : leitarhundar@leitarhundar.is

Dýrahjálp mælir með því að prófa þetta, enda er stórskemmtilegt að sjá og fræðast um hvernig þjálfun leitarhunda fer fram!

Skoðið einnig síðu þeirra www.leitarhundar.is