Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Tilkynning vegna flugeldasýningar Menningarnætur

21 Ágú 2009

Til dýraeigenda í Reykjavík,
Menningarnótt verður haldin á laugardaginn næsta, þann 22. ágúst. Undanfarin ár hefur Menningarnótt lokið með flugeldasýningu klukkan 23 og verður sá háttur einnig hafður á í ár.
Munum eftir dýrunum og gerum ráðstafanir þeim til verndar á meðan flugeldasýningunni stendur. Geymum hundinn heima á Menningarnótt. Sumir eru hræddir við hunda og mörgum hundum líður ekki vel í margmenni og hávaða.

Fyrir hönd Menningarnætur,
Skúli Gautason og Svanhildur Guðmundsdóttir