Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Frost á að taka dýr í fóstur!

03 Maí 2012

Kæru dýravinir,

Við verðum því miður að tilkynna að í augnarblikinu getum við ekki tekið við fleiri dýrum á fósturheimili okkar. Sumarið er greinilega komið fyrr en vanalega og við erum ekki með nægilega mörg fósturheimili til að taka á móti öllum þeim dýrum sem eru í neyð.

Öll vinna okkar er í sjálfboðavinnu, bæði þeir sem halda utan um fósturdýraumsjónina og þeir sem bjóða heimilin sín fram sem fósturheimil og er því erfitt þegar það eru svona mörg dýr í einu sem þurfa á okkar hjálp að halda.

Eins viljum við nota tækifærið til þess að leita til ykkar sem getið veitt fósturdýrum húsaskjól á meðan leitað er að framtíðarheimili. Þörfin á góðhjörtuðum aðilum sem vilja taka þátt í starfinu er mikil núna og verður meiri þegar líður á sumarið. Endilega sendið okkur póst á fosturheimili@dyrahjalp.is ef þið viljið gerast fósturheimili.