Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Reykjavíkurmaraþon í dag - áheitasöfnun

21 Ágú 2010

Nú er komið að því. Í dag hlaupa þónokkrir aðilar í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Dýrahjálp.
Áheitasöfnun hefur gengið mjög vel en betur má ef duga skal, við getum varla verið eftirbátar hinna góðgerðafélaganna í söfnuninni :)

Við hvetjum ykkur öll að heita á hlauparana okkar. Hægt er að fara inn á www.hlaupastyrkur.is og smella þar á "góðgerðarfélög". Þar finnur þú Dýrahjálp Íslands og getur valið hvaða hlaupara þér líst vel á.

Koma svo! :)

Hlaupakveðja,
Dýrahjálp Íslands