Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

2. maí - Fyrirlestur um hjálparhunda hreyfihamlaðra

29 Apr 2011

Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands stendur fyrir fyrirlestri um hjálparhunda hreyfihamlaðra næstkomandi mánudag, 2. maí 2011 kl. 18.00, í “kaffistofu” á 1. hæð, Hátúni 10b
Um er að ræða opinn fund í samvinnu við Sjálfsbjörg landssambands fatlaðra.

Fyrirlesari er Auður Björnsdóttir hundaþjálfari sem mun kynna þjálfun hjálparhunda fyrir hreyfihamlaða og möguleika þeirra til þess að aðstoða hreyfihamlaða í leik og starfi.

Léttar veitingar í boði og allir eru velkomnir.