Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Eigendur gæti að hundum sínum á Geirsnefi

24 Jan 2013

http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4878/8484_read-34676/

Framkvæmdir eru hafnar til að leggja nýja hjóla- og gönguleið yfir Elliðaárósa, þær kalla á töluverða umferð vinnuvéla og bíla um Geirsnef á næstu mánuðum en á þessu svæði er leyfilegt að sleppa hundum lausum.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill af því tilefni biðja hundaeigendur um að sýna sérstaka aðgæslu í námunda við framkvæmdasvæðið sem er afmarkað að hluta til. Verklok eru áætluð í haust.

Byggðar verða tvær göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa, þær tengdar við stígakerfið og lagður göngu- og hjólastígur milli þeirra yfir norðurenda Geirsnefs. Nýja leiðin verður aðskilin frá hundasvæðinu sem þar er með girðingu þvert yfir Geirsnefið og verða á henni tvö gönguhlið. Vegagerðin og Reykjavíkurborg standa sameignlega að þessari framkvæmd.

Tengill:

desktopdefault.aspx/tabid-3545/436_read-33615/