Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Kaupmaður í einn dag í Smáralind

02 Nóv 2010

Þann 10 október var haldinn góðgerðardagur í Smáralind undir yfirskriftinni „Kaupmaður í einn dag“. Þar var börnum á aldrinum 7 – 13 ára boðið að mæta og selja notað dót á göngugötu Smáralindar og styrkja gott málefni í leiðinni.

Það stóðu yfir 100 börn í Smáralindinni og seldu í heilan dag. Ágóðinn af deginum var yfir 300 þúsund krónur og eiga börnin svo sannarlega skilið klapp á bakið fyrir frábæra frammistöðu.
Fjölmörg félög voru fyrir valinu og fengu börnin alfarið að ráða því sjálf hvaða félag þau styrktu.

Frábær stelpa sem heitir Katla Dögg stóð vaktina fyrir Dýrahjálp og þökkum við henni kærlega fyrir, það er gott að vita af því að dýravinir eins og hún eru svona duglega og hugsa vel um dýrin okkar. Stórt hrós til hennar! :)

Fulltrúar frá Dýrahjálp mættu í Smáralindina til að taka við ágóðanum og hittum við þar mörg börn sem stóðu sig eins og hetjur við söfnunina.

Kveðja,
Dýrahjálp Íslands