Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Dýrahjálp sárvantar stuðning til að hjálpa Hvolpasveitinni!

22 maí 2016 21:47

Á miðvikudaginn fékk Dýrahjálp hringingu frá Matvælastofnun um 7 hvolpa í neyð. Á fimmtudaginn keyrði teymi sjálfboðaliða frá Dýrahjálp til að sækja hvolpana en þegar þau komu á staðinn þá kom í ljós að einn hvolpurinn hafði orðið fyrir bíl og var dáinn. Með sex...

Málþing: Nýjar reglur um velferð gæludýra

25 febrúar 2016 03:05

Matvælastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið halda opið málþing um velferð gæludýra fimmtudaginn, 3. mars kl. 13:00 – 16:00 í fyrirlestrarsal ráðuneytisins að Skúlagötu 4 (1.h.) í Reykjavík. Á málþinginu gefst gæludýraeigendum og öðrum áhugasömum kostur á að fræðast um kröfur og helstu nýmæli nýrrar reglugerðar...

Stærsta verkefni Dýrahjálpar

5 október 2015 16:37

Með gleði í hjarta viljum við tilkynna að um helgina tókst Dýrahjálp að framkvæma verkefni sem er það stærsta sem við höfum tekist á við. Með samstilltu átaki ótalmargra aðila tókum við á móti þrjátíu köttum frá Matvælastofnun inn á yndisleg fósturheimili. Við viljum þakka...

Vilt þú vera hluti af teymi Dýrahjálpar?

1 september 2015 13:52

Dýrahjálp Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna umsjónarmanna starfi fyrir fósturdýr samtakanna. Umsjónarmenn eru þeir sem fylgja fósturdýrinu frá því að það er sótt frá fyrri eiganda, eru fósturheimili til halds og trausts meðan fósturdýrið er staðsett þar, og alveg þar til dýrið...

Áramótakveðja

31 desember 2014 15:54

Kæru dýravinir, Í dag er síðasti dagur ársins og á tímamótum eins og þessum er tilvalið að líta yfir farinn veg. Það sem helst má rifja upp frá árinu sem er að líða er ýmislegt sem snertir hjarta okkar svo djúpt að orð fá því...

Rakettur og ferfætlingar

4 desember 2014 20:45

Það fer bráðum að koma að þeim tíma árs þegar mannfólkið fer að prufukeyra rakettur og annað stórskemmtilegt áramótadót. Það er þó ekki eins gaman fyrir suma ferfætlingana okkar. Því viljum við benda ykkur á viðtal sem var tekið við Heiðrúnu Klöru hundaþjálfara og birtist...

Vilt þú vera hluti af nýju og stærra teymi Dýrahjálpar?

31 ágúst 2014 16:33

Kæru vinir, Dýrahjálp Íslands er nú að leita að dýravinum sem vilja vinna gríðarlega gefandi sjálfboðaliðastarf með félaginu. Við viljum styrkja grunninn í starfinu með því að bæta við nokkrum aðilum í mismunandi störf. Hér að neðan eru lýsingar á þremur skilgreindum störfum innan félagsins...

Ísbúð Vesturbæjar styrkir Dýrahjálp

10 júlí 2014 14:43

Eigendur Ísbúðar Vesturbæjar eru miklir dýravinir og hafa sett af stað verkefni til að styrkja Dýrahjálp Íslands. Þau eru byrjuð að selja lyklakippur og allur ágóði mun renna til Dýrahjálpar. Það þurfa allir sinn ís á sumrin, svo skottumst endilega í ísbúðina og fáum okkur...

Jólakveðja

23 desember 2013 11:31

Kæru vinir Það er gleðilegt að líta til baka þegar árið er að líða og rifja upp hversu margir dýravinir hafa lagt dýrunum lið með einum eða öðrum hætti og þökkum við ykkur öllum fyrir að vera svona yndisleg! :) Dýrahjálp óskar þér og þínum...

Er dýrið þitt örmerkt og skráð í dyraaudkenni.is?

10 desember 2013 02:22

Þann 1.janúar 2014 verður skylt að einstaklingsmerkja kanínur, ketti, hunda, geitur, hross, nautgripi, sauðfé og svín samkvæmt 22.gr laga um velferð dýra. Ef dýrið er ekki örmerkt er það skilgreint sem hálfvillt og eftir tvo sólarhringa frá handsömun er sveitarfélagi heimilt að ráðstafa hálfvilltu dýri...

1 2 3 ... 9 10 11 >