Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Atburðir síðastliðna helgi

13 Okt 2009

Sælir kæru dýravinir!

Eins og fram hefur komið var Dýrahjálp Íslands á tveimur skemmtilegum atburðum síðustu helgi.

Fyrst ber að nefna kynningarhóf Vala kvikmynda ehf., þar sem fulltrúar Dýrahjálpar voru á staðnum til að kynna starfsemina og safnaðist peningur fyrir Dýrahjálp og önnur samtök þar sem sýningargestir voru hvattir til að mæta með pening í bauka samtakanna.

Á laugardeginum var leiðinni heitið á haustsýningu kynjakatta. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá sýningunni og var mikið um dýrðir, kettirnir léku á alls oddi og allir voru þeir vel snyrtir og mjálmuðu vært.

Kv
Dýrahjálp