Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Ættleiðingardagur 4.desember

03 Des 2010

Dýravinir athugið,

Enn og aftur er Dýrahjálp með ættleiðingardag í Dýraríkinu í Garðabæ. Dagsetningin er laugardaginn 4. desember næstkomandi frá klukkan 13:00-17:00.
Þar verða fósturdýrin okkar sem vantar hlý og kærleiksrík heimili. Hefur þig vantað meiri hlýju og ást á heimilið?? Endilega kíktu við og skoðaðu litlu krúttbomburnar okkar, hver veit nema þar sé nýr fjölskyldumeðlimur.