Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Reykjavíkurmaraþon - hlaupið fyrir dýrin

21 Ágú 2011

Í gær 20.ágúst fór fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.
Það voru 12.481 manns skráðir í hlaupið sem er mesti fjöldi sem hefur verið skráður í Reykjavíkurmaraþoni.
í tengslum við hlaupið var hægt að heita á hlauparana og þeir velja góðgerðarfélög sem fá afrakstur áheitanna. Dýrahjálp var meðal þeirra félaga sem hægt er að heita á og voru 29 hlauparar sem völdu Dýrahjálp sem sitt góðgerðarfélag. Sjö hlupu 3ja km skemmtiskokk, 15 hlupu 10 km og 7 hlupu 21 km.
Veðrið lék við hlauparana og vonum við að öllum hafi heppnast að komast hratt og vel í mark.
Þegar þetta er skrifað hafa safnast alls 148.819 kr. þökk sé þessum frábæru hlaupurum :) Við viljum minna á að það er enn hægt að heita á hlauparana, opið verður fyrir skráningu áheita á hlaupastyrkur.is til miðnættis mánudaginn 22.ágúst.

Kærar þakkir yndislega hlaupafólk fyrir að hlaupa fyrir dýrin! :)