Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Árásargirni hunda - Hvað er til ráða?

31 Maí 2012

Sunnudaginn 3.júní verður kynning á BAT - Behavior Adjustment Training - sem er nýtt meðferðarúrræði fyrir hrædda og árásargjarna hunda.

BAT byggist meðal annars á því að kenna hundum að nota róandi merki í stað gelts þegar þeir sjá aðra hunda og lokamarkmiðið er að sjálfsögðu að geta umgengist aðra hunda án vandræða.
Það er hægt að nota þessa sömu aðferð hvort sem árásargirnin/geltið beinist að öðrum hundum, fólki, börnum eða dauðum hlutum.

BAT hefur líklega aldrei verið prófað með markvissum hætti á Íslandi áður, en nú stendur til að hefja tilraun á þessari aðferð hér á landi. Til þess að tilraunin verði að veruleika er þörf á áhugasömu aðstoðarfólki og aðstoðarhundum. Því vil ég bjóða alla velkomna á kynninguna sem hafa áhuga á að aðstoða við tilraunina (þ.e.a.s. fólk, ekki hunda í þetta sinn). Þeir sem eru bara forvitnir en vilja kannski ekki taka þátt eru líka velkomnir á kynninguna.

Fyrirlesari: Freyja Kristinsdóttir - dýralæknir og hundaþjálfari
Aðgangseyrir: FRÍTT!!
Tími: 3.júní kl.20:00
Staður: Hressó - Austurstræti - bakherbergi
nánari upplýsingar: freyja@miominn.is