Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Ættleiðingadagar Dýrahjálpar 10.-11. apríl

07 Apr 2010

Næstu helgi, 10.-11. apríl, verður Dýrahjálp í þriðja skipti með stóra ættleiðingardaga í Garðheimum. Ættleiðingardagarnir standa frá kl 13:00 til 17:00 báða dagan. Að vanda verður mikið um dýra-dýrðir, kisur malandi, hundar dillandi skottum og vonandi verða fleiri dýrategundir á staðnum til að bræða gesti og gangandi. Stóru ættleiðingardagarnir eru afskaplega mikilvægur vettvangur fyrir öll dýr sem eru í leit að nýju framtíðarheimili vegna þess að þar verða ekki einungis fósturdýrin okkar heldur gefum við fólki möguleika á því að koma með dýr sem eru ekki í umsjá fósturheimila Dýrahjálpar og verðum því með gríðarlegan fjölda af dýrum í leit að heimili. Síðustu tvö skipti hefur gengið vonum framar að finna frábær framtíðarheimili fyrir hina loðnu vini okkar.

Við stefnum á stærstu ættleiðingardagana hingað til og vonumst til að sjá sem flesta.