Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Ættleiðingardagur og húllumhæ á morgun laugardag

01 Apr 2011

Á morgun verður Dýrahjálp út um allt. Við mælum með því að þið heimsækið minnst einn atburðinn :)

Við erum að sjálfsögðu með ættleiðingardag í Dýraíkinu eins og vanalega en gerðum betur en það að þessu sinni og verðum á tveimur stöðum til viðbótar. Hér er upptalning á atburðunum:

1.
Dýrahjálp heldur sinn mánaðarlega ættleiðingardag. Þá er fólki velkomið að koma í heimsókn í Dýraríkið Miðhrauni og skoða fallegu dýrin okkar sem eru í heimilisleit. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eru í gæludýrahugleiðingum eða vilja bara koma og kynnast starfseminni. Ættleiðingardagurinn stendur frá kl. 13:00-17:00 og við mælum endilega með því að fólk komi og kíki á yndislegu dýrin okkar sem eru í leit að góðu heimili.

2.
Dýrahjálp verður með sölubás á Garðartorgi í Garðabæ laugardaginn 2. apríl frá kl 13-17
þar verður hægt að kaupa flottar yfirhafnir sem og fallega dagatal Dýrahjálpar Íslands. Það er hægt að gera frábær kaup þarna, endilega kíkið við.

3.
Kynjakettir eru með sýningu í Miðhrauni 2, Garðabæ 2-3.apríl frá 10-17. Sláið tvær flugur í einu höggi og skoðið flottar sýningarkisur þar og farið svo yfir á ættleiðingardagana í húsinu við hliðina. Aðgangseyrir á kynjakattasýninguna er 1.000 kr fyrir fullorðna og 600 fyrir börn á aldrinum 7-12 ára, fyrir yngri er frítt.

Sjáumst hress á morgun!