Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Frábært framtak!

24 Jan 2013

Um miðjan desember síðastliðinn fengum við erindi frá Ragnheiði Sigurðardóttur vöruhönnuði. Hún hannar fallegu púðana Notknot )http://umemi.com/notknot.php) sem njóta svo mikilla vinsælda um þessar mundir.
Hún er hundaeigandi og mikill dýravinur og ákvað upp á sitt einsdæmi að hafa uppboð á einum einstaklega fallegum púða á facebook fyrir jólin og láta ágóðann renna til Dýrahjálpar.
Uppboðið heppnaðist æðislega vel og var hann seldur á heilar 27.000 kr.

Við þökkum henni fyrir þetta frábæra framtak og viljum endilega benda á heimasíðu fyrirtækis hennar þar sem hún er með fallegu vörurnar sínar :)
http://www.facebook.com/designbyumemi