Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Turid Rugaas með fyrirlestur á Íslandi um hunda

15 Maí 2012

Dýrahjálp vill endilega benda hundaeigendum á að næstkomandi sunnudag, 20. maí verður hin norska Turid Rugaas á landinu og mun halda fyrirlestur í Víkinni - Sjóminjasafn Reykjavíkur. Við bendum á að það er takmarkað sætaframboð svo fyrstir koma fyrstir fá.

Eftirfarandi upplýsingar um fyrirlesarann fengust frá námskeiðishaldara:

Fyrirlesturinn er ætlaður öllum sem hafa áhuga á hundum og velferð þeirra. Turid náði heimsathygli með bók sinni „On talking terms with dogs: Calming signals“ sem hefur ásamt öðrum bókum hennar um atferli og þjálfun hunda verið gefin út víða um heim.

Aðrar bækur hennar eru „My dog pulls. What do I do?“ sem kom út í íslenskri þýðingu árið 2010 undir heitinu „Hundurinn togar í tauminn, hvað er til ráða?“ og „Barking - The sound of a language“ en sú bók er væntanleg innan skamms í íslenskri þýðingu.

Vinsældir hennar sem fyrirlesari og námskeiðshaldari eru slíkar að stór hluti tíma hennar fer í ferðalög um heiminn til að kenna manneskjum að skilja, þjálfa og bæta líðan hinna fjórfættu félaga sína.

Efni: „Understanding your dog“ kl. 13 – 16
„A healthy life for your dog“ kl. 17 - 20

Staður: Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík, Grandagarði 8 (við hlið Kaffivagnsins) - salur Hornsílið.
Tími: kl. 13 – 20 (með hléi frá kl. 16 – 17)
Gjald: kr. 9000,-
Bókun og uppl.: netf.: turid.island@gmail.com eða síma: 899 5890 - http://www.canis.no/rugaas/