Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Ættleiðingardagur Dýrahjálpar 4. júní

03 Jún 2011

Ættleiðingardagur Dýrahjálpar Íslands!

Nú er komið að ættleiðingardegi júnímánaðar hjá Dýrahjálp Íslands. Við verðum eins og áður í Dýraríkinu Miðhrauni á morgun laugardaginn 4. Júní frá 13-17. Að þessu sinni koma yndislegir kettir og einn hundur sem eru í heimilisleit. Algjörlega þess virði að koma og kíkja á þessi fallegu dýr og hver veit nema þú finnir þér frábæran félaga.