Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Tvær kisur bráðvantar fósturheimili!

12 Apr 2011

Elsku bestu dýravinir,

Nú erum við með tvær kisur sem bráðvantar fósturheimili. Þær þurfa að fara á sitt hvort heimilið.

Fyrst er það hún Ást sem er fósturkisa hjá okkur. Hún er yndislega blíð og góð 2 ára læða og alveg ógurlega falleg (mynd). Hún er vön börnum og öðrum kisum.

Svo er það hún Perla sem er 7 mánaða, hvít og svört læða. Hún er ekki vön börnum en er vön kisum og hundum. Mjög blíð og ljúf kisa.

Vonandi er einhver sem getur veitt þessum yndum fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst!

fosturheimili@dyrahjalp.is

Ef þú ert ekki skráð sem fósturheimili, enilega skráðu þig á http://dyrahjalp.is/dyrin/fostur/