Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Dýrahjálp sárvantar stuðning til að hjálpa Hvolpasveitinni!

22 Maí 2016

 

Á miðvikudaginn fékk Dýrahjálp hringingu frá Matvælastofnun um 7 hvolpa í neyð.

Á fimmtudaginn keyrði teymi sjálfboðaliða frá Dýrahjálp til að sækja hvolpana en þegar þau komu á staðinn þá kom í ljós að einn hvolpurinn hafði orðið fyrir bíl og var dáinn.

Með sex hvolpa í bílnum keyrðu sjálfboðaliðarnir beint til Dýraspítalann í Garðabæ til að láta líta á þá. Hvolparnir voru allir fullir af ormum og vannærðir.

Um er að ræða 3 tíkur og 3 rakka og hafa þau hlotið nöfnin Ársæll, Árni og Ármann, Árdís, Áróra and Ársól.

Hvolparnir eru núna á fósturheimilum, tveir og tveir saman.

Okkur sárvantar stuðning til að hjálpa Hvolpasveitinni okkar, ef þið getið stutt okkur þá væri þá frábært
!
https://www.generosity.com/animal-pet-fundraising/dyrahjalp-islands-hvolpasveitin--2/x/14193530

Einnig er hægt er að styrkja starfsemina okkar með því að millifæra á reikning okkar hjá Íslandsbanka:
0513-26-4311
Kt. 620508-1010