Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Er einhver á norðurlandi sem á tík sem er nýlega búin að gjóta, og vill lána svo sem einn hvolp.

23 Sep 2009

Sælar/sælir, er einhver á norðurlandi sem á tík sem er nýlega búin að gjóta, og vill lána svo sem einn hvolp.
Þannig eru málin að Gamla Tíkin í sveitinni eignaðist hvolp núna á sunnudaginn, allt í lagi, hann nærðist og allt leit vel út, svo í morgun var hann dáin (líklega óþroskaður eitthvað þar sem hann var mjög lítill miðað við að vera eini hvolpurinn) og sú gamla er VIÐÞOLSLAUS af sorg, étur ekki, drekkur ekki og gerir ekkert nema fela sig undir rúmi og gráta einstaka sinnum.

Hún hefur tekið hvolpa í fóstur nokkru sinnum þar sem það er hennar mesta ást í lífinu að ala upp hvolpa, (hefur stolið nokkrum frá dóttur sinni líka)

Ef einhver vill vera svo góður að lána einn hvolp þá væri það mikilsmetið, hvolpinum myndi svo vera skilað eftir samningum.

Við erum einfaldlega að reina að lina smá sorg hjá Gamalli Vinkonu sem saknar barnsins síns, og vitum (af fyrri reynslu) að hún tekur hverju sem er, hefur jafnvel tekið að sér kettling sem læðan gat ekki annast.

Ef einhver góðhjörtuð sál veit um hvolp þá væri það mjög vel þegið.

Takk fyrir.
dokkva@simnet.is