Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Kaffiboð á Bessastöðum Janúar 2024

11 Jan 2024

Það var skemmtilegt kaffiboð sem sjálfboðaliðar fengu á dögunum þegar Forseti Íslands óskaði eftir að hitta þá aðila og félagasamtök sem stóðu að Aðgerðarhóp dýranna í Grindavík.
Vildi Forseti þakka fyrir framtakið og þá vinnu sem lá þar að baki ásamt ósérhlífið starf í þágu dýra.

Í gær þann 10 janúar fjölmenntu félögin svo á Bessastaði í kaffiboðið. Forseti færði sjálfboðaliðunum þakkir og ræddi við þau um umbætur í dýrahaldi á Íslandi.
Hápunkturinn var þó örugglega þegar Forsetakötturinn Títa kom og fékk að kíkja á hópinn og stillti sér upp með í myndatöku.

Takk kærlega fyrir okkur!

https://www.forseti.is/fr%C3%A9ttir/2024-01-10-d%C3%BDravernd/?fbclid=IwAR0CPLfBiY24dkCmXIJ3Hf6jHsv-k3fbPajGbBnv0uwvql38BeOK0nq0v4s

Dýrfinna
Kattholt
Villikettir
Villikanínur
The Bambi Foundation
Dýraverndarsamband Íslands