Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Frábærir krakkar á námskeiði hjá hestamennt.is

25 Apr 2011

Dýrahjálp fékk skemmtilegan póst um daginn frá forsvarsmönnum hjá hestamennt.is.
Hestamennt.is er fyrirtæki sem býður uppá námskeið um samskipti, liðsheild, leiðtogafærni og fleira. Um daginn voru þau með leiðtoganámskeið fyrir börn og unglinga og eitt af því sem þau gera er að velja sér samfélagverkefni þar sem þau gera eitthvað fyrir aðra.
Þessi hópur átti það sameiginlegt að vera öll miklir dýravinir og þau völdu sér að styrkja Dýrahjálp.
Þau héldu flóamarkað/tombólu og söfnuðu ríflega 12 þús krónum sem rann óskert til Dýrahjálpar.
Krakkarnir sem komu og afhentu styrkinn fengu að hitta og knúsa hvolpana okkar sem eru nú að bíða eftir að komast á réttan aldur svo þau geta farið á nýtt heimili.
Við þökkum þessum frábæru krökkum fyrir.

Hér er umfjöllun um þetta á heimasíðu hestamenntar.
http://hestamennt.is/blog/record/518543/

Hér eru fleiri myndir úr heimsókninni.
http://hestamennt.is/album/default.aspx?aid=204109