Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Kvikmyndir og kisur á föstudag og laugardag

07 Okt 2009

Sælir kæru dýravinir!

Dýrahjálp verður á staðnum á tveimur atburðum næstu helgi!

Kynningarhóf Vala kvikmynda ehf.
Dýrahjálp verður á föstudaginn næsta 9. október á kynningarhófi Vala kvikmyndir ehf. í Regnboganum. Þið getið séð meira um félagið á www.vala.is, þetta er virkilega áhugavert kvikmyndafélag, jákvæður boðskapur skipar stóran sess í verkefnavali þeirra. Jákvæður boðskapur á þessum síðustu og verstu.... :) Það gerist ekki betra!!
Þetta hóf er vettvangur til að sýna öll þau verkefni sem þau hafa veirð að vinna síðustu mánuði. Þau buðu okkur að vera á staðnum milli kl. 13:30-15:00 til að kynna starfsemina.
Ef þið hafið áhuga á að mæta, skoðið þá atburðinn (event) þeirra á facebook (VALA kvikmyndir) (atburðurinn heitir VÖLU - HÁTíÐ - kynningarhóf)

Haustsýning kynjakatta
Dýrahjálp var boðið að vera á haustsýningu Kynjakatta 10.-11. október. Við verðum á staðnum á laugardeginum. Opið er fyrir gesti frá kl. 10:00 til 17:30 báða dagana.
Við vorum á staðnum á síðasta ári og það var einstaklega gaman, fullt fullt af flottum kisutegundum. Það er alveg ómissandi fyrir dýravini að upplifa amk eina svona sýningu :)
Frekari upplýsingar eru á www.kynjakettir.is

Allir að mæta!!

Kv
Dýrahjálp