Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Hundaganga Dýrahjálpar og Voffaborgar

23 Nóv 2009

Sunnudaginn 29. nóvember næstkomandi mun Voffaborg standa fyrir hundagöngu til styrktar Dýrahjálpar Íslands.
Mæting er kl 13:30 og er öllum frjálst að mæta með hunda sína, fyrir hvern hund í göngunni er eigendum skylt að greiða 500 krónur fyrir en fær í staðinn happdrættismiða (og að sjálfsögðu má hver og einn greiða meira fyrir happdrættismiðann :) ). Dregið verður úr happdrættismiðum hundanna og í verðlaun verða gjafir fyrir hundana frá hinum ýmsu aðilum sem hafa ákveðið að styrkja þennan skemmtilega atburð.
ATH. Ekki er hægt að taka við kortum.

Mæting er við Reiðhöllina í Víðidal kl. 13:30. Áætlað er að gangan taki um 1-1,5 klst.
Eftir gönguna verður kaffi og með því selt í reiðhöllinni. Allur ágóði af þessum degi rennur beint til Dýrahjálpar.
Mætum öll hress og kát og gerum okkur glaðan dag og hjálpum dýrum í neyð og ekki gleyma að klæða ykkur eftir veðri!

Atriði sem þarf að hafa í huga í fjöldagöngu:
Flexi taumar (útdraganlegir) henta ekki í fjöldagöngu. Ef þið eigið bara Flexi, festið tauminn þá í stystu stillingu
Þegar tveir hundar í taum hittast er nauðsynlegt að hafa tauminn slakann! Ef taumurinn er strekktur myndast frekar spenna milli hundanna
Gleymið ekki kúkapokum
Gangan er ekki æskileg hundum undir 6 mánaða aldri
Ekki gleyma kúkapoka og nammi til að halda athygli hundsins.
Hafið augun á ykkar hundi, alltaf.
Þessi ganga er því miður ekki ætluð hundum sem kunna ekki að vera í kringum aðra hunda
Alls ekki koma með lóðatíkur - það er ávísun á slagsmál