Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Dýrahjálp á hundasýningu HRFÍ

18 Nóv 2010

Helgina 20. – 21. nóvember í reiðhöll Fáks í Víðidal mæta 829 hreinræktaðir hundar af 81 hundategund í dóm á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands.
Dýrahjálp verður með einn af mörgum skemmtilegum sölu- og kynningarbásum á hundasýningunni til að spjalla við alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi Dýrahjálpar. Við verðum á staðnum frá kl 9:00 til 16:00 á laugardeginum og 9:00 til 14:00 á sunnudeginum.

Einnig verðum við með til sölu undurfalleg Dýrahjálpar-jólakort og skemmtilegt Dýrahjálpar-dagatal 2011 sem hefur að geyma "happy ending" þema með myndum og lýsingu af nokkrum af okkar frábæru fósturdýrum sem hafa nú fengið yndisleg framtíðarheimili.

Einnig höfum við til sölu DVD disk sem heitir "Auðveld leið til árangurs". Hundaatferlisfræðingurinn Heiðrún Villa, höfundur bókarinnar "Gerðu besta vininn betri" kennir árangursrík ráð til betri samskipta milli manna og hunda. Innihaldið er meðal annars leiðbeiningar vegna hældöngu, flaðurs, æsings við gesti, gelt, varðeðli og annarra erfiðrar hegðunar. 150 kr. af hverjum seldum mynddiski rennur óskert til styrktar Dýrahjálp Íslands.

Við hlökkum til að sjá ykkur! :)