Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Miðlægur gagnagrunnur örmerkja

20 Júl 2011

Sælir kæru dýravinir.
Við viljum vekja athygli ykkar dýravina á nýja heimasíðu http://www.dyraaudkenni.is/. Um er að ræða fyrsta miðlæga gagnagrunn fyrir örmerkinga dýra. Endilega kíkið á síðuna og leitið eftir örmerkingu dýrsins ykkar til að kanna hvort að dýrið sé rétt skráð.
Völustallur ehf. er félagið sem á þessa síðu. Um er að ræða nýtt félag í eigu Dýralæknafélags Íslands. Markmið félagsins er að halda utan um einstaklingsmerkingar gæludýra og gera upplýsingarnar aðgengilegar á netinu. Með því er verið að tryggja velferð dýranna og auka líkur á að dýr í vanskilum komist aftur til eigenda sinna.
Við fögnum þessu framtaki! :)