Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Áhugamenn um Papillon eiga miklar þakkir skilið!

07 Feb 2010

Laugardaginn 6. febrúar stóðu áhugamenn um Papillon fyrir mjög fróðlegum og áhugaverðum fyrirlestri og rann allur ágóði af fyrirlestrinum til Dýrahjálpar Íslands.

Björn S. Árnason hundaatferlisráðgjafi fjallaði þar um atferli hunda með áherslu á hegðunargalla. Fyrirlesturinn var mjög fróðlegur og skemmtilegur og aðsókn var gríðarlega góð. Það er ljóst að hundaeigendur eru afskaplega fróðleiksfúsir og vilja gera vel við sína ferfættu félaga.

Dýrahjálp þakkar kærlega fyrir sig!