Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Ættleiðingardagur Dýrahjálpar 7.maí

03 Maí 2011

Sælir kæru dýravinir og velunnarar.
Nú fer að líða að ættleiðingardegi Maímánaðar. Laugardaginn 7. Maí kl 13-17 verður Dýrahjálp Íslands, eins og áður, með fallega ferfætlinga í Dýraríkinu Miðhrauni í Garðabæ. Þar gefst fólki færi á að komast í beint samband við dýrin og virða fyrir sér jafnvel nýjan framtíðarfjölskyldumeðlim. Dýrin á ættleiðingardögum, sem eru alltaf fyrsta laugardag hvers mánaðar, eru öll í leit að góðum framtíðarheimilum. Hver veit nema þú kæri lesandi, verðir einum yndislegum fjölskyldumeðlim ríkari eftir daginn.

Kærar kveðjur,
Dýrahjálp Íslands