Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Dýrahjálp í Kolaportinu 27.-29. maí

26 Maí 2023

Dýrahjálp verður í Kolaportinu Hvítasunnuhelgina 27.-29. maí
Opið er 11-17 laug-sun-mán

Við erum með tvo bása, annann á horninu í "E" ganginum "Efstabúð" og er "gamli Mogginn" og búr/stærri hlutir á horninu í "F" ganginum

Dýravinum og grömsurum gefst hér tækifæri til að sameina áhugamál sín með því að gramsa, kaupa og styrkja gott málefni. Sjálfboðaliðar munu taka vel á móti ykkur.

Við verðum með
- Okkar helstu fjáröflunarvörur;
kertin, dagatalið okkar, tuskur, eyrnalokkar, taupokar o.fl.
- Allskonar dýravörur sem félaginu hefur verið gefið af dýravinum (notaðar og nýjar);
Plastbúr, grindarbúr, bæli, nagdýrabúr, kattarklórur, allskonar smávörur fyrir dýrin.
- Morgunblöð (Gamli moggi) frá árunum 1944-1989
Tilvalið sem gjöf fyrir þann sem á allt!
- Ýmislegt notað basar-/gramsdót fyrir fyrir mannfólk.
Bækur, myndir, föt, smádót, snyrtidót, skart o.þ.h.

Hlökkum til að sjá ykkur í Kolaportinu!!