Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Dýrahjálp nú samstarfsaðili breska RSPCA

13 Apr 2010

Við fengum í dag að vita að umsókning okkar um að komast í samstarf við breska RSPCA (Royal Society for the Prevention of Cruelty to Animals) hefur verið samþykkt og að Dýrahjálp er nú samstarfsstofnun RSPCA á Íslandi.

Þetta er gríðarleg viðurkenning á starfi Dýrahjálpar þar sem RSPCA eru mjög þekkt og virt dýraverndunarsamtök, ekki einungis í Bretlandi heldur um heim allan. Með því að gera Dýrahjálp að samstarfsaðila þeirra á Íslandi staðfestir RSPCA að Dýrahjálp uppfyllir þær kröfur sem samtökin gera til gæði þjónustu okkar og þeirra gilda, vinnureglna og stefnu um dýravernd sem Dýrahjálp vinnur eftir.

Sem samstarfsaðili hefur Dýrahjálp nú einnig aðgang að stóru neti sambærilegra samtaka um heim allan og ekki síður bakhjarl í RSPCA sem getur stutt við Dýrahjálp á öllum sviðum starfsemi okkar.

Á sama tíma hefur enska nafn Dýrahjálpar, Icelandic Society for the Prevention of Cruelty against Animals (ISPCA), verið samþykkt af stjórn Dýrahjálpar og viðurkennt af RSPCA sem nafn okkar á erlendri grundu.

Við vonum að þið samgleðjist okkur yfir þessari miklu viðurkenningu sem Dýrahjálp hefur hlotið og því mikla tækifæri sem þetta felur í sér!

Til hamingju félagsmenn!

Stjórn Dýrahjálpar