Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Dýrahjálp helgina 2-3 október

29 Sep 2009

Kæru dýravinir, næstu helgi verður Dýrahjálp bæði í Dýraríkinu Miðhrauni, Garðabæ og á alþjóðlegri hundasýningu HRFÍ í reiðhöllinni Víðidal. Ekki fyllast valkvíða! Þið getið mætt á báða atburðina :)

Dýraríkið
Dýrahjálp Íslands og Dýraríkið ætla að tileinka dýrum í heimilisleit fyrsta laugardag í hverjum mánuði til jóla í Dýraríkinu, Garðabæ og mun það hefjast strax laugardaginn 3. október. Þar verða dýr í heimilisleit sem hægt er að koma og kíkja á og ef rétta dýrið fyrir þig er á staðnum getur þú sótt um að ættleiða litla krílið :) Vonumst til að sjá sem flesta í Dýraríkinu, Garðabæ laugardaginn 3. október á milli 13-17 :)

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ
Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður 3.- 4. október í reiðhöllinni Víðidal, Reykjavík. 755 hundar af 84 tegundum verða sýndir auk 38 ungra sýnenda.
Sýningin stendur frá kl. 9:00-17:00 laugardag og sunnudag og verður Dýrahjálp á staðnum að kynna starfsemina og að selja varning til styrktar starfinu.