Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Neyðarkall fyrir kettlingahnoðra!

30 Maí 2012

Kæru dýravinir,

Við vorum að fá fregnir af fimm 2ja vikna kettlingum sem eru að missa mömmu sína. Dýrahjálp er ekki með fósturheimili eins og er sem geta sinnt þeim svo við erum að leita að nýjum æðislegum aðilum inn í starfið sem hafa tíma til að sinna kettlingum í nokkrar vikur þar til nýr eigandi getur tekið við þeim.

Þetta er gríðarlega mikil vinna og felur í sér pelagjöf á 3ja tíma fresti til að byrja með ásamt fleiri þáttum sem þarf að hugsa um.

Ef þú hefur tíma og áhuga á að knúsa litlar hnoðradúllur í nokkrar vikur þá endilega sendu okkur tölvupóst á dyrahjalp@dyrahjalp.is.

Með von um skjót svör.