Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Ættleiðingardagur 4. febrúar

02 Feb 2012

Jæja, þá er komið að því kæru dýravinir og velunnarar! Fyrsti ættleiðingardagur ársins 2012 á laugardaginn 4. febrúar!!

Eins og áður verðum við með einstök dýr í heimilisleit í Dýraríkinu Holtagörðum.

Ættleiðingardagurinn stendur frá 13-17 og mælum við með að allir í gæludýraleit kíki við og spjalli við okkur í Dýrahjálp. Hver veit nema þú fallir fyrir yndislegu dýri sem leitar sér að eiganda :)