Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Fyrsti ættleiðingardagur ársins

05 Jan 2011

Gleðilegt ár kæru dýravinir,

Við byrjum árið með stæl og mætum í Dýraríkið í Garðabæ laugardaginn 8.janúar kl 13:00 til 17:00. Þangað koma fósturdýrin okkar sem eru tilbúin til að finna sér kærleiksrík heimili. Næstu daga er gert ráð fyrir snjókomu og kulda og þau heimili sem eru án loðinna ferfætlinga verða að öllum líkindum kuldaleg og tómleg :). Gerum heimilin hlýlegri með því að taka að okkur yndislegan loðinn félaga inn í fjölskylduna.
Sjáumst á laugardaginn!