Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Dýravernd

Ill meðferð dýra

Þrátt fyrir að flestir gæludýraeigendur eru til fyrirmyndar hvað varðar meðferð á dýrum þá eru alltaf skemmd epli inn á milli. Allir sem verða þess varir að verið sé að fara illa með dýr ber skylda til þess að tilkynna það til viðkomandi yfirvalda.

Reglulega fær Dýrahjálp fyrirspurn frá áhyggjufullum aðilum sem telja að verið sé að fara illa með dýr og eru að leita að upplýsingum um það hvert skal leita. Hér eru leiðbeiningar hvernig skal tilkynna illa meðferð dýra.

Ábyrgðaraðilar og eftirlit með dýraverndarmálum

Eftirlit með dýraverndarmálum fellur undir Matvælastofnun sem hefur eftirlit með framkvæmd laga og reglugerða í umboði ráðherra.

Hvað skal gera ef þú verður var við illa með ferð á dýrum?

Þú þarft fyrst að meta það hvort að það þurfi að senda eftirlitsaðila á staðinn innan mjög skamms tíma (til dæmis ef um er að ræða ástand sem ógnar lífi dýrsins) eða hvort að dagur eða tveir mega líða þar til eftirlitsaðilar koma á staðinn.

Ef þú telur að viðbrögð þola enga bið og það þurfi að kanna aðstæður strax þá hefur þú samband við lögreglu sem fer á staðinn og metur ástandið.

Ef aðstæður þola örlítið lengri bið þá tilkynnir þú til Matvælastofnunar sem sendir héraðsdýralækni til að kanna aðstæður eins fljótt og auðið. Hann metur hvað þarf að gera til þess að viðkomandi aðili fari eftir þeim lögum og reglugerðum sem þeim er skylt að fylgja varðandi dýravernd.

- Þú getur tilkynnt í gegnum heiðasíðu Matvælastofnunar (www.mast.is). Það er gert með því að smella á hnapp á síðunni Sendu Ábendingu".

- Þú getur hringt í síma 530-4800 og tilkynnt símastarfsmanninum sem færir tilkynningar inn og kemur þeim áfram

- Þú getur líka óskað eftir því að fá samband við viðkomandi héraðsdýrlækni ef þú vilt upplýsa hann sérstaklega um málið.

Það er mjög áríðandi að þú gefir upp um hvaða dýr sé að ræða, hvar og hvenær atvikið átti sér stað og upplýsingar um þann sem ber ábyrgð á dýrinu þannig að hægt sé að hafa upp á honum. Einnig er gott ef þú gæfir upplýsingar um hvernig hægt sé að ná í þig svo hægt sé að fá frekari upplýsingar við atvikið.

Viðeigandi lög

Dýraverndarsamband Íslands - www.dyravernd.is

Dýraverndarsamband Íslands er byggt á grundvelli fyrsta dýraverndarfélags sem stofnað var hér á landi árið 1914. Það er sameiginlegur vettvangur þeirra sem vilja stuðla að velferð dýra, villtra og taminna, búfjár og gæludýra. Það leggur áherslu á miðlun upplýsinga og fræðslu en lætur sig reyndar varða allt það sem snertir bætta meðferð dýra og velferð þeirra. Dýraverndarsamband Íslands eru frjáls og óháð samtök (NGO). Dýraverndarsambandið á fulltrúa í Dýraverndarráði, er aðili að Norræna dýraverndarráðinu (Nordisk Dyrebeskyttelsesråd) og að Heimssambandi til verndunar dýrum (World Society for the Protection of Animals (WSPA)). Sambandið er einnig aðili að Landvernd. Dýraverndarsamband Íslands vill stuðla að upplýstum umræðum á Íslandi um velferð dýra og eru allar ábendingar og upplýsingar mjög vel þegnar. Einstökum málum verður sinnt eftir föngum svo sem tími og aðstæður leyfa.