Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Ert þú næsti "starfsmaður" Dýrahjálpar?

09 Ágú 2010

Sælir kæru dýravinir.

Dýrahjálp Íslands leitar þessa dagana að aðila sem getur tekið að sér umsjón fósturheimila og fósturdýra félagsins. Ef þú hefur tíma aflögu og vilt sinna gríðarlega gefandi og krefjandi sjálfboðaliðastarfi þá endilega sendið upplýsingar um ykkur á dyrahjalp@dyrahjalp.is. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Um Dýrahjálp
Starfsemi Dýrahjálpar snýr að því að finna heimili fyrir dýr sem vantar heimili. Vanalega eru dýrin hjá eigandanum þar til heimili finnst í gegnum heimasíðuna hjá okkur. Ef heimili finnst ekki fyrir þann tíma sem eiganda gefst til að finna hemili þá bjóðum við upp á það að taka dýrið á eitt af fósturheimilum okkar. Dýrahjálp tekur frá þeim tíma alla ábyrgð á dýrinu, við sjáum til þess að dýrið fari í heilsufarsskoðun og ófrjósemisaðgerð og bíðum eftir því að hentugt heimili býðst til frambúðar.

Allt starf Dýrahjálpar er unnið í sjálfboðastarfi og umfangið á starfsemi Dýrahjálpar hefur aukist jafnt og þétt frá stofnun og höfum skipt starfseminni upp í nokkra þætti. Einn af þáttunum er umsjón fósturheimila.

Verkefni umsjónarmanns fósturheimila
Verkefnin snúa meðal annars að eftirfarandi:
Að því að halda utan um póstlista fósturheimila
Senda út beiðnir til fósturheimila þegar dýr koma í fóstur
Hafa samskipti við fósturheimili vegna dýra í fóstri
Sjá til þess að öll dýr séu send í ófrjósemisaðgerð ef það hefur ekki verið gert áður en dýrið kemur í fóstur
Tíminn sem fer í umsjón fósturheimili er mjög misjafn eftir misserum. Á mestu annatímum (yfirleitt yfir hásumar) geta farið um 6 klst á dag í vinnuna en getur oft farið niður í 1-2 klukkutíma á dag þegar minnst er að gera.

Dýrahjálp Íslands greiðir fyrir farsíma sem er í umsjá umsjónarmanns fósturheimila vegna starfsins.

Hæfniskröfur
Umsjónarmaður fósturheimila þarf að hafa skipulagshæfileika og vera góður í mannlegum samskiptum. Við krefjumst þess að viðkomandi hafi góða þekkingu á excel, góða íslenskukunnáttu og hafi almennt góða þekkingu á tölvum.


Kær kveðja,
Dýrahjálp Íslands