Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Myndataka fyrir Dagatal 2024

16 Okt 2023

Laugardaginn 14. október mættu nokkur af þeim dýrum sem hafa fengið heimili á árinu í myndatöku hjá Þetta Stúdíó í Hafnarfirði.
Tilgangurinn var að taka myndir fyrir dagatal Dýrahjálpar 2024.

Þessi dásamlegu dýr sýndu sínar bestu hliðar og óviðjafnanlega fyrirsætu hæfileika.

Þetta er án efa einn af skemmtilegustu dögum ársins hjá félaginu þar sem við hittum aftur fósturdýrin okkar og fáum að sjá hvað þau hafa náð að blómstra með nýjum eigendum sínum.

Rúv kom og tók upp þessa gleði sem birtist svo í kvöldfréttum á sunnudeginum 15. október.

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.

Dagatalið er komið í forsölu í vefversluninni og mun það svo einnig fást á helstu dýralæknastofum og gæludýraverslunum á höfuðborgarsvæðinu í nóvember ásamt öðrum fjáröflunar viðburðum sem félagið mun standa fyrir.