Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Vilt þú vera hluti af teymi Dýrahjálpar?

01 Sep 2015

Dýrahjálp Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna umsjónarmanna starfi fyrir fósturdýr samtakanna.

Umsjónarmenn eru þeir sem fylgja fósturdýrinu frá því að það er sótt frá fyrri eiganda, eru fósturheimili til halds og trausts meðan fósturdýrið er staðsett þar, og alveg þar til dýrið kemst á framtíðarheimili hjá nýjum eigendum.

Verkefni innihalda:
• Að sækja dýr frá fyrri eiganda og fara með til fósturheimilis.
• Vera fósturheimili til halds og trausts meðan verið er að finna framtíðarheimili fyrir dýrið. T.d. aðstoða með heimsóknir til dýralæknis, passa að fósturheimilið hafi nægt fóður fyrir dýrið og vera í sambandi við fósturheimilið til að fylgjast með að allt gangi að óskum.
• Að hafa samband við alla sem sækja um fósturdýrið og skipuleggja hitting milli umsækjenda og fósturheimilisins til að kynna dýrið fyrir umsækjanda.
• Vega og meta ásamt fósturheimili hvaða umsækjandi teljist bestur til að veita fósturdýrinu framtíðarheimili.

Hæfniskröfur:
• 20 ára aldurstakmark.
• Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða.
• Grunn tölvuþekking (kennsla verður haldin fyrir alla umsjónarmenn á tölvukerfi Dýrahjálpar svo þekking á stökum kerfum er óþarfi)
• Góðir samskiptahæfileikar
• Skipulögð og fagmannleg vinnubrögð
• Áhugi og virðing gagnvart dýrum og þörfum þeirra

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu okkar www.dyrahjalp.is fyrir miðnætti 3. september.