Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Árásargirni hunda - Hvað er til ráða?

31 maí 2012 22:56

Sunnudaginn 3.júní verður kynning á BAT - Behavior Adjustment Training - sem er nýtt meðferðarúrræði fyrir hrædda og árásargjarna hunda. BAT byggist meðal annars á því að kenna hundum að nota róandi merki í stað gelts þegar þeir sjá aðra hunda og lokamarkmiðið er að...

Neyðarkall fyrir kettlingahnoðra!

30 maí 2012 17:47

Kæru dýravinir, Við vorum að fá fregnir af fimm 2ja vikna kettlingum sem eru að missa mömmu sína. Dýrahjálp er ekki með fósturheimili eins og er sem geta sinnt þeim svo við erum að leita að nýjum æðislegum aðilum inn í starfið sem hafa tíma...

Aðalfundur Félags ábyrgra hundaeigenda 30. maí

29 maí 2012 22:34

Félag ábyrgra hundaeigenda er nýstofnað félag sem er opið öllum einstaklingum. Tilgangur félagsins er að vera málsvari og vinna að hagsmunum hunda og hundaeigenda varðandi ýmis mál s.s. aðstöðu til lausagöngu. Félagið boðar til aðalfundar á morgun, miðvikudaginn 30.maí kl.17:30. Fundurinn verður haldinn á Best...

Turid Rugaas með fyrirlestur á Íslandi um hunda

15 maí 2012 15:54

Dýrahjálp vill endilega benda hundaeigendum á að næstkomandi sunnudag, 20. maí verður hin norska Turid Rugaas á landinu og mun halda fyrirlestur í Víkinni - Sjóminjasafn Reykjavíkur. Við bendum á að það er takmarkað sætaframboð svo fyrstir koma fyrstir fá. Eftirfarandi upplýsingar um fyrirlesarann fengust...

Notað dýradót til sölu!

11 maí 2012 15:07

Dýrahjálp Íslands verður með allskonar notað dýradót til sölu á markaði, sunnudaginn 13. Maí í Ármúla 1 á annarri hæð. Salurinn heitir Fight club. Salan stendur frá 11-17, endilega komið og gerið frábær kaup og styrkið gott málefni í leiðinni :) Það eru allir velkomnir.

Ættleiðingardagur 5.maí

4 maí 2012 20:58

Nú er ættleiðingardagur Dýrahjálpar á morgun og við hvetjum alla sem eru í gæludýrahugleiðingum að kíkja við í Dýraríkinu kl. 13-17. Þar verða nokkur af okkar dásamlegu fósturdýrum í leit að framtíðarheimili! Bestu kveðjur.

Frost á að taka dýr í fóstur!

3 maí 2012 15:12

Kæru dýravinir, Við verðum því miður að tilkynna að í augnarblikinu getum við ekki tekið við fleiri dýrum á fósturheimili okkar. Sumarið er greinilega komið fyrr en vanalega og við erum ekki með nægilega mörg fósturheimili til að taka á móti öllum þeim dýrum sem...

Páskabasar í Kattholti

29 mars 2012 23:04

Páskabasar Kattholts er haldinn í Stangarhyl 2, Reykjavík, laugardaginn 31. mars frá kl. 11 til 16. Á boðstólum eru kökur og brauð sem kattavinir gefa til styrktar kisunum auk margra góðra muna, s.s. kisudót, páskaskraut og margt fleira. Nokkrar yndislegar kisur sem þrá að komast...

Ættleiðingardagur 3. mars

28 febrúar 2012 23:31

Á laugardaginn 3. mars verður Dýrahjálp með ættleiðingardag í Dýraríkinu í Holtagörðum frá 13-17. Eins og áður verðum við með einstök dýr í heimilisleit! Bestu kveðjur Dýrahjálp Íslands

Vilt þú taka þátt í spennandi starfi Dýrahjálpar?

9 febrúar 2012 01:37

Dýrahjálp Íslands leitar þessa dagana að framtakssömum dýravinum sem geta tekið að sér sjálfboðaverkefni (allt starf Dýrahjálpar er unnið í sjálfboðastarfi). Ef þú hefur tíma aflögu og vilt sinna gríðarlega gefandi og krefjandi sjálfboðaliðastarfi þá endilega sendið upplýsingar um ykkur á dyrahjalp@dyrahjalp.is. Farið verður með...

< 1 2 3 4 5 ... 9 10 11 >