Heim » Fréttir
Vilt þú vera hluti af teymi Dýrahjálpar?

17 June 2013 16:26

Kæru vinir. Dýrahjálp Íslands leitar þessa dagana að framtakssömum dýravinum sem vilja verða hluti af sjálfboðaliðateymi okkar sem heldur utan um fósturdýr og fósturheimili. Ef þú hefur tíma aflögu og vilt sinna gríðarlega gefandi og krefjandi sjálfboðaliðastarfi þá endilega sendu viðeigandi upplýsingar um þig á ...

Málþing um ný lög um dýravelferð - fimmtudaginn 16. maí kl. 13:30

8 May 2013 14:05

Alþingi hefur samþykkt ný lög um dýravelferð sem taka við af eldri lögum um dýravernd, jafnframt sem samþykkt voru ný lög um búfjárhald sem taka sömuleiðis við að eldri lögum um það efni. Bæði þessi nýju lög ganga í gildi um næstu áramót. Hin nýja ...

Ættleiðingardagur 6.apríl

5 April 2013 20:35

Nú er ættleiðingardagur Dýrahjálpar á morgun og við hvetjum alla sem eru í gæludýrahugleiðingum að kíkja við í Dýraríkinu Holtagörðum frá kl. 13 til 17. Bestu kveðjur.

Hundaættleiðingardagur Dýrahjálpar

1 February 2013 22:13

Voff ATH Voff! Sérstakur Hundaættleiðingardagur Dýrahjálpar verður í Dýraríkinu Holtagörðum núna á morgun laugardag frá 13-17. Flestir þeir hundar sem eru núna á fósturheimilum hjá okkur mæta til að sýna sig og sjá aðra :) Við hvetjum alla sem eru í hundahugleiðingum að koma hitta ...

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.