Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Algjör neyð! Getur þú hjálpað Bonnie?

21 Nóv 2013

Nú er Bonnie okkar komin í heljarinnar klemmu, það er enginn Clyde til að hjálpa henni núna og því leitum við til ykkar. Bonnie er lítil 4 mánaða hvolpastelpa sem bráðvantar vant fósturheimili þar til að framtíðarheimili finnst. Bonnie er border collie að mestu og er mjög óörugg og stressuð og þarf að róast niður. Því óskum við eftir rólegu fósturheimili sem er ekki með ung börn eða önnur dýr. Fósturheimili þarf að vera tilbúið til að vinna með okkur og þjálfara til að láta Bonnie líða betur og eins er hún ekki orðin húshrein ennþá þannig að hún þarf líka þjálfun í því.

Fósturheimili þyrfti að vera á höfuðborgarsvæðinu og Bonnie þarf að komast til fósturheimilis á morgun!

dyrahjalp@dyrahjalp.is