Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Er dýrið þitt örmerkt og skráð í dyraaudkenni.is?

10 Des 2013

Þann 1.janúar 2014 verður skylt að einstaklingsmerkja kanínur, ketti, hunda, geitur, hross, nautgripi, sauðfé og svín samkvæmt 22.gr laga um velferð dýra.

Ef dýrið er ekki örmerkt er það skilgreint sem hálfvillt og eftir tvo sólarhringa frá handsömun er sveitarfélagi heimilt að ráðstafa hálfvilltu dýri til nýs eiganda, selja það gegn áföllnum kostnaði eða aflífa án bóta (24. gr laga um velferð dýra).

Það er þess vegna mjög miklilvægt að dýrið þitt sé örmerkt og skráð í dyraaudkenni.is fyrir 1.janúar!

Örmerki og skráning í gagnagrunn dyraaudkenni.is hjálpar líka dýrum sem týnast að komast heim til sín.

Hvað þarf að gera?

Ef dýrið þitt er örmerkt nú þegar þá skaltu fara inn á www.dyraaudkenni.is og gera leit hvort dýrið er í gagnagrunninum með því að slá inn örmerkinu (dýralæknum var boðið upp á að skrá inn frítt öll dýr örmerkt fyrir júlí 2011, flestir sendu inn en því miður ekki allir. Sumar skráningar voru einnig ófullnægjandi og því ekki hægt að skrá inn).

Ef þú finnur dýrið þitt í grunninum þá getur þú skráð þig inn í gegnum island.is með íslykli og þá koma upp öll dýr skráð á þína kennitölu í vinstri spássíðu undir "mín dýr". Ef þú átt bara dýr sem var örmerkt fyrir júlí 2011 getur þú virkjað eigandaaðgang þinn með því að greiða skráningargjaldið á síðunni með greiðslukorti. Eitt gjald kr. 1000 óháð dýrafjölda. Ef þú hefur örmerkt og skráð dýr eftir 1. júlí 2011 þá er eigandaaðgangur innifalinn.

Ef dýrið er ekki örmerkt eða finnst ekki í gagnagrunninum þá þarf að nýskrá dýrið í grunninn hjá dýralækni (allir dýralæknar geta skráð í grunninn). Eftir 15.desember næstkomandi mun skráningargjaldið í gagnagrunninn hækka um 500 kr svo drífið ykkur að skrá!