Heim » Týnd / Fundin

„Dýrið mitt er týnt, hvert get ég snúið mér?“

Ef þú lendir í þeim aðstæðum að vera búinn að týna gæludýri mælum við með því að þú látir hendur standa fram úr ermum og hafir samband við þá aðila sem geta komið til aðstoðar. Hér að neðan eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga við leitina.

1. Ef um hund eða kött er að ræða þá skalt þú hafa samband við þá aðila sem dýrafangarar fara með dýrin til. Það eru Leirur á höfuðborgarsvæðinu fyrir hunda (hundahotel.is) og K-9 í Reykjanesbæ. Kettir sem finnast á höfuðborgarsvæðinu fara í Kattholt (kattholt.is) og einnig er gott að auglýsa á heimasíðunni hjá þeim ef um ketti er að ræða.

2.Hafðu samband við lögreglu og dýralækna í þínu hverfi/svæði og láttu skrá hjá þeim að þú sért að leita að týndu gæludýri ásamt því að gefa góða lýsingu á dýrinu.

3. Auglýstu eftir gæludýrinu á sem flestum heimasíðum (ekki gleyma þó að láta taka auglýsinguna út þegar dýrið finnst). Til dæmis er hægt að auglýsa eftir dýrum á mbl.is og visir.is og jafnvel í prentuð blöð. Ýmsir spjallþræðir eru einnig góð leið til að auglýsa eftir týndu gæludýri, til dæmis má þar nefna barnaland.is, dyraland.is, tritla.is, hundaspjall.is, hvuttar.net ofl.

4. Ef þú átt kött sem gengur laus en hefur ekki skilað sér heim eða ert með innikött sem hefur sloppið út þá er mjög sniðugt að prenta út litla auglýsingasnepla með mynd og lýsingu af dýrinu, hvaðan það týndist og hvenær. Þessa auglýsingasnepla er sniðugt að bera út í hverfinu þar sem kötturinn týndist og benda fólki meðal annars á að kíkja í bílskúra og geymslur til að kanna hvort kötturinn hafi náð að koma sér inn en kemst ekki út af sjálfsdáðum.

Zorro er týndur

Hann Zorro var að flytja í nýtt hverfi og hann slapp út 13 desember í Laugardalnum, á kambsveg. Hann er svartur og hvítur og er smá gamall og loðinn. Honum er mjög saknað. Endilega hafið augu opin það og vonandi kemur hann aftur heim<3

Lísa er týnd

Lísa er týnd en hún inniköttur og slapp út. Hún á heima á kirkjuvöllum í hafnarfirði og er sárt saknað. Hún er ofboðslega smágerð og stutthærð. Hún hefur týnst áður en fannst þá í iðnaðarhverfinu við KFC í hafnarfirði.

Comus er týndur

Háagerði, 108 Reykjavík. Comus minn hefur ekki sést heima síðan á miðvikudaginn 2.júlí 2014. Hann er vanur útiköttur, rosalega heimakær og fer oftast ekki langt frá húsinu og aldrei í langan tíma. Hann var rétt rúmlega eins og hálfs árs (að verða 4. núna) en ...

Akkiles er týndur

Akkiles er hvítur og grábröndóttur. Hann er með græn augu en tvo brúna bletti í hægra auganu. Hann er háfættur og frekar feitur. Hann er um 10 ára gamall og hefur alltaf verið innikisa. Hann stakk af frá Lundargötu á Akureyri 25. júní síðastliðinn og ...

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.